Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Eplis, hefur verið viðloðandi sölu á Apple varningi meira og minna í hartnær þrjá áratugi. Skakkiturn ehf, sem rekur verslun Eplis, er umboðsaðili Apple á Íslandi og Bjarni, sem keypti sig inn í reksturinn á ný í miðju efnahagshruni eftir að hafa selt sig út ári áður, segir vöxt fyrirtækisins hafa verið afar öran frá því tímabili og þar til nýlega.

Apple bjargaði sér með skuldabréfi

Apple hefur tekið hröðum breytingum og framförum frá því að Bjarni byrjaði að selja vörur fyrirtækisins fyrir aldamót. Hann viðurkennir að það hafi verið gaman að fylgjast með örri þróun undanfarinna ára en bætir því við að Apple hafi verið nálægt því að fara á hausinn áður en hún átti sér stað.

„Á sínum tíma sagði einhver innanbúðarmaður hjá Apple að félagið hefði verið 11 dögum frá gjaldþroti. Einhvern veginn tekst þeim á þeim tíma að gefa út 600 milljóna dollara skuldabréf og selja það á markaði. Þeir ná að lifa þetta af með allar þær hugmyndir sem þeir hafa í farteskinu,“ segir Bjarni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .