Forsvarsmenn Apple vilja að mál fyrirtækisins gegn S-kóreska tæknifyrirtækinu Samsung verði tekið upp að nýju. Apple hefur höfðað nokkur mál gegn Samsung vegna meintra brota þess síðarnefnda á einkaleyfum sem Apple telur sig eiga, s.s. þeirri virkni sem notuð er til að virkja síma. Forsvarsmenn Apple kröfðust þess að Samsung yrði bannað um aldur og ævi að nota sér tæknina og einkaleyfin.

Á meðan á réttarhöldum stóð stefndi Apple Samsung fyrir að afrita hluta af iOS hugbúnaðinum en Samsung neitaði sök og sagði að Apple hefði verið að afrita hugbúnað frá þeim. Kviðdómurinn fann að Apple hefði brotið gegn einkaleyfum Samsung og gerði þeim að greiða Samsung 158.000 dollara í skaðabætur. Þrátt fyrir að kviðdómurinn hafi svo fundið í hag Apple og gert Samsung að greiða fyrirtækniu 119 milljónir dollara voru skaðabæturnar sem Apple hlaut lægri en þeir áttu von á.

Nú vill Apple skaðabætur - eða öllu heldur hærri bætur en áður. Tilraun Apple til að fá hærri skaðabætur krefst nýrra réttarhalda. En það mun vera enn eitt lögfræðimál Apple í stríðinu um höfundarrétt sem aðalframleiðendur snjallsíma hafa verið að berjast yfir í mörg ár í nokkrum löndum.

Fyrir tveimur árum skipaði annar kviðdómur Samsung til að greiða Apple 930 milljónir dollara í skaðabætur eftir að upp komst að þeir hefðu notað tækni frá Apple, en Samsung er enn að berjast gegn því máli.