*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 14. mars 2015 11:10

Ár andstæðna og endurreisnar

Rekstrarkostnaður Marel á að lækka talsvert með hagræðingaraðgerðum félagsins.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Óhætt er að segja að uppgjör Marel hafi farið vel í markað­ inn eftir mikið óvissutímabil sem þó er ekki lokið. Félagið réðst í miklar hagræðingaraðgerðir sem áætlað er að verði lokið á næsta ári. Verksmiðjurnar voru áður 19 hjá félaginu en eru nú 14.

Félagið hagnaðist um 11,7 milljónir evra eftir skatta á síðasta ári sem jafngildir tæpum 1,8 millj­ örðum króna. EBITDA á síðasta ári nam 66,7 milljónum evra, eða tæplega 10 millj­ örðum króna. Spá IFS gerir ráð fyrir 9,9% aukningu á EBITDA árið 2015 og að hagnaður verði tæplega 27 milljónir evra, eða um 4 milljarðar króna. Hagnaðurinn dróst verulega saman milli ára en árið 2013 nam hann 20,6 millj­ ónum evra. Í tilkynningu frá félaginu var tekið fram að þessi lækkun væri vegna hagræðingaraðgerða.

Það sem vakti þó trú manna var aukning á tekjum ársins, sem jukust um 7,7% frá fyrra ári, og pantanabókin sem jókst um 30% frá fyrra ári. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir stöðuna á pantanabókinni vera fína. „Hún jókst um 30% frá fyrra ári en var allt of lág í fyrra. Okkur sýnist að við getum skref fyrir skref aukið hana enn frekar.“

Nánar er fjallð um Marel sérblaði Viðskiptablaðsins Úr Kauphöllinni sem fyldi nýjasta tölublaði.

Stikkorð: Marel Úr Kauphöllinni