Bræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir hafa um langt skeið verið þungaviktarmenn í íslensku efnahagslífi. Grunnurinn að veldi þeirra eru Hagkaupsverslanirnar sem faðir þeirra, Pálmi Jónsson, byggði upp.

Bræðurnir stigu sín fyrstu skref í viðskiptum í samstarfi við föður sinn og tóku m.a. þátt í byggingu Kringlunnar með honum, fyrstu verslanamiðstöð Íslands sem var opnuð árið 1987. Pálmi lést fyr­ ir aldur fram árið 1991 og eftir það voru bræðurnir í fjárfesting­ um með móður sinni, Jónínu S. Gísladóttur, í gegnum fjárfesting­ arfélagið Hof.

Nú síðast komust þeir bræður í fréttir þegar greint var frá því að þeir munu leggja til 290 milljóna króna framlag í rekstur Miklatorgs hf., móðurfélags IKEA á Ís­landi. Á móti munu lánardrottn­ar afskrifa um 1,3 milljarða króna af skuldum félagsins

Árétting:

Í greininni um Jón og Sigurð Gísla, sem birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudag, sagði ranglega að Jón Pálmason hafi slitið samvistum við eiginkonu sína, sem er rangt. Var þetta byggt á upplýsingum sem fengnar voru úr Þjóðskrá mánudaginn 8. október. Hið rétta er að Jón og kona hans búa saman samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá í dag.