*

sunnudagur, 19. september 2021
Innlent 8. febrúar 2017 18:35

Aramco réði Moelis & Company

Stærsta olíufélag heims hefur ráðið smáan fjárfestingabanka í New York til þess að annast stærsta hlutafjárútboð sögunnar.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Saudi Aramco, stærsta olíufélag heimsins, hefur ráðið lítinn fjárfestingabanka til þess að sjá um hlutafjárútboð sitt. Þetta kemur fram á vef CNN Money.

Um er að ráða Moelis & Company, en fyrirtækið á að hafa náð að sannfæra stjórnendur Aramco um að sniðganga stóru nöfnin á Wall Street.

Hlutafjárútboðið verður að öllum líkindum það stærsta í sögunni og mun þar með toppa hlutafjárútboð Alibaba Group. Stefnt er að því að félagið verði skráð á markað á næsta ári.

Yfirvöld í Sádi-arabíu hafa sagt að Aramco sé metið á um 2.000 milljarða dala. Sala á aðeins 5% hlut myndi því auka hlutaféð um allt að 100 milljarða dala.

Bankinn sem mun sjá um ráðgjöfina, var stofnaður fyrir 10 árum í New York af fyrrum starfsmanni UBS, Ken Moelis. Alls starfa um 650 einstaklingar hjá bankanum.

Stikkorð: Olía Arabía Útboð Sádí Aramco