Viðskiptablaðið hefur sl. fimm ár endað árið á því að gefa út veglegt áramótatímarit, sem heiti því einfalda nafni Áramót, og í ár verður engin breyting á nema að því leytinu til að tímaritið er mun stærra og veglegra en áður.

Áramót kom út í morgun og er 196 blaðsíður að lengd. Í tímaritinu fer ritstjórn Viðskiptablaðsins yfir helstu umfjöllun blaðsins á árinu og rifjaðar verða upp stærstu fréttir ársins. Þá er að finna í tímaritinu ítarleg viðtöl, fréttaskýringar, menningartengt efni og margt fleira.

Meðal efnis í Áramót er:

  • Fréttaannáll Viðskiptablaðsins fyrir árið 2012
  • Viðtal við verðlaunahafa Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins 2012
  • Viðtal við verðlaunahafa Frumkvöðlaverðlauna Viðskiptablaðsins 2012
  • Ítarlegt viðtal við Kjartan Gunnarsson, fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins
  • Viðtal við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka
  • Viðtal við Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
  • Halldór Baldursson, skopmyndateiknari, gerir upp árið með sínum hætti
  • Huginn og Muninn gera upp árið 2012
  • Ítarleg umfjöllun um konur í stjórnum fyrirtækja
  • Fréttaskýring um feril og tekjur Gylfa Þór Sigurðssonar, knattspyrnumanns
  • Úttekt um tekjuhæstu íþróttamennina
  • Söguskýringar um hagkerfi Aþenu til forna og ítök mafíunnar í verðalýðsfélögum
  • Umsvif Iceland Airwaves, úttekt um menningu á árinu og upprifjun á 50 árum af James Bond
  • Erlend fréttaskýring um skuldavanda Evrópu og fleira
  • Best klædda fólkið í viðskiptalífinu
  • Umfjöllun um vindla og meðhöndlun þeirra
  • Forstjórar og framkvæmdastjórar gera upp árið
  • Aðsendar greinar
  • Ítarleg umfjöllun um bíla af ýmsum tegundum, stærðum og gæðum
  • Græjur ársins
  • Og margt fleira...