Áramótatímarit Viðskiptablaðsins, sem kom út í dag er nú aðgengilegt hér á vefnum.

Tímaritið, sem er rúmar hundrað síður, inniheldur meðal annars ítarlegt viðtöl við Árna Odd Þórðarson, handhafa viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins og  Reyni Grétarsson, frumkvöðul ársins að mati blaðsins.

Þá er viðtal við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða til margra ára en Sigurður hefur starfað lengur en flestir aðrir að flugmálum og þekkir flugheiminn út og inn.

Þá er bæði innlendur og erlendur fréttaannáll um það helsta í viðskiptalífinu á árinu sem nú er að líða.

Einnig er að finna ítarlega umfjöllun um stóriðju á Íslandi sem virðist, þrátt fyrir vonir um að orkufrekur iðnaður leiki stórt hlutverk í enduruppbyggingu atvinnuveganna á Íslandi, vera í biðstöðu. Þá er fjallað um væntingar um skyndigróða af olíuvinnslu á Drekasvæðinu, leitast eftir hugleiðingum sérfræðinga um stöðu fjármálamarkaðarins og horfur í fjárfestingum nú þegar nýir tímar taka við.

Í tímaritinu má einnig finna umfjöllun um kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtæki Íslands auk þess sem fjallað er um fjármál heimilanna og fjármál fyrirtækja.

Áskrifendur geta nálgast tímaritið á pdf-formi hér á vefnum.