Velta Carnitech, dótturfélags Marels, var 40,8 milljón evra á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 og jókst um 9,5%. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 1,4 milljónir evra samanborið við 2.3 milljónir evra árið áður. Unnið er að umfangsmiklum skipulagsbreytingum með það að markmiði að bæta rekstur Carnitech og koma honum í viðunandi horf. Þær miða að því að eftir 24 mánuði verði afkoma Carnitech orðin viðunandi með því að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins verði yfir 8% af veltu segir í tilkynningu félagsins.

Gert er ráð fyrir að árangur af þessum aðgerðum fari að koma fram í afkomu félagsins á seinni hluta næsta árs. Helstu aðgerðir sem ráðist er í eru:

Tekið hefur til starfa nýtt dótturfélag í Slóvakíu Carnitech/Marel s.r.o. sem taka mun yfir hluta af framleiðslu Carnitech. Rekstarumhverfi í Slóvakíu er mjög hagkvæmt fyrir iðnfyrirtæki. Landið er innan Evrópusambandsins, með langa hefð fyrir iðnaðarframleiðslu, menntunarstig mjög gott og kostnaður hagkvæmur.

Carnitech keypti allt hlutafé í Dantech Food PTE Ltd í Singapore. Fyrirtækið framleiðir og selur aðallega lausfrysta og tækjabúnað fyrir heitsjávarrækjuvinnslur. Sá hluti Carnitech sem hefur sambærilegt vöruúrval hefur verður sameinaður Dantech með því að bæta nýtingu á föstum kostnaði og megin hluti framleiðslu færður til Singapore þar sem framleiðslukostnaður er umtalsvert lægri. Áhrifa Dantech gætir ekki í samstæðureikningi Marel fyrr en á fjórða ársfjóðungi 2005.

Ákveðið hefur verið að sameina rekstur CP-Food/Geba við Carnitech. Við það verður til öflug eining innan Carnitech sem sérhæfð er í tækjabúnaði fyrir laxavinnslu og verður stærsti söluaðili á þeim búnaði í heiminum. Sameiningin mun eiga sér stað 1. janúar næstkomandi. Með þessari breytingu næst betri nýting á föstum kostnaði og bætt þjónusta við viðskiptavini fyrirtækisins.