Hagar högnuðust um tæpa tvo milljarða á fyrir helmingi ársins. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir árangurinn skila sér til neytenda og hluthafa.  Á uppgjörsfundi í morgun sagðist Finnur ekki hafa áhyggjur af eigendaskiptum hjá helsta samkeppnisaðilanum. Hingað til hafi verið öflugir eigendur og hann sagðist búast við að svo yrði áfram. Hinsvegar myndi stefna Haga áfram snúast um að vera bestir á þessu sviði.

Rekstur sérvöruverslana Haga hefur hinsvegar verið þungur og Finnur segir minni kaupmátt hafa mikil áhrif.