John Hinckley Jr. verður látin laus úr geðsjúkrahúsinu sem hann hefur þurft að dvelja á síðan hann reyndi árið 1981 að myrða Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna.

Áfram með takmörkunum á ferðafrelsi, samskiptum, vinnu og netnotkun

Var þetta ákvörðun dómara í kjölfar þess að læknar segi að hann sýni „engin merki geðsjúkdóma, óraunhæfra hugsana né nokkurrar ofbeldiskenndrar hegðunar,“ og því sé hann „nú um stundir ekki hættulegur sjálfum sér né öðrum á næstunni ef leystur úr haldi.“

Þýðir þetta að nú 35 árum eftir að hann særði forsetann og þrjá aðra alvarlega, verður Hinckley frjáls maður, þó með takmörkunum á ferðafrelsi, samskiptum, vinnu og netnotkunar.

Reyndi að ganga í augun á Jodie Foster

Var hann sýknaður af ákærum um morðtilraun á grundvelli geðveiki, en á síðustu 12 árum hafa læknar og dómstólar smátt og smátt gefið honum meira frelsi meðal annars til að fara í heimsókn til fjölskyldu sinnar. Verður honun nú gert kleyft að fara og búa með móður sinni, þó hann verði að fara í reglulegar rannsóknir, og vinni eða taki að sér sjálfboðavinnu í a.m.k. 3 daga í viku.

Er honum sérstaklega bannað þó að tala við blaðamenn, ættingja fórnarlamba sinna, og svo er honum algerlega bannað að reyna að hafa samband við leikonuna Jodie Foster og fjölskyldu hennar. Á þeim tíma sem hann skaut Reagan var hann heltekinn af leikonunni, og hugmyndinni að verða frægur, og vonaði hann að árásin myndi ganga í augun á henni.

Lést af áverkum skotárásarinnar

Reagan lést árið 2004, en annað fórnarlamb skotárásarinnar, fréttafulltrúi hvíta hússins, James Brady, lést árið 2014 af langvarandi afleiðingum þess að hann fékk byssukúlu í höfuðið sem lamaði hann að hluta.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagst gegn því að hann verði látin laus, sem og forsetastofnun Reagans hefur gagnrýnt hana.