Út er komin Árbók verslunarinnar 2008 – hagtölur um íslenska verslun.

Þetta er í annað sinn sem Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út Árbók verslunarinnar. Í bókinni eru viðamiklar tölfræðiupplýsingar um þróun verslunar og þætti sem hafa hvað mest áhrif á afkomu verslunar.

„Árbókin er handhægt upplýsingarit sem nýtist fyrst og fremst þeim sem reka verslun eða hyggjast stofna verslun. Bókin nýtist einnig sem almennt hagfræðirit um verslun fyrir námsmenn, fræðimenn, almenning og í opinberri stjórnsýslu,“ segir á vef Rannsóknarsetursins.

Kaupmannasamtök Íslands styrkja útgáfuna.

Hér má nálgast árbókina í heild sinni á pdf útgáfu.

Meðal upplýsinga í Árbókinni:

* Velta í smásöluverslun jókst um 10,9% á breytilegu verðlag árið 2007

* 210  kaupsamningar verslunarhúsnæðis voru gerðir árið 2007 og voru 42% fleiri en árið áður

* Rými undir verslunarhúsnæði hefur stækkað um 52,2% á síðustu 10 árum

* Frá 2001 – 2007 jókst velta sælkeraverslana og sérverslana með mat o.þ.h. um 118%

* Velta póst- og netverslunar minnkaði um 15,8% frá 2001 - 2007

* Árið 2007 fjölgaði starfsmönnum í verslun um 7,6%

* Alls störfuðu 25.400 manns við verslunarstörf sem var 14,3% vinnuaflsins

* Karlar voru 56,3% og konur 43,7% þeirra sem unnu í verslun árið 2007

* Að jafnaði voru heildarmánaðarlaun verslunarfólks 278 þús. kr. árið 2007

* Hreinn hagnaður fyrir skatta  hjá verslanafyrirtækjum dróst saman um 79% á milli áranna 2005 og 2006