Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Árborgar vilja fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö. Þeir hafa lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn.

Sjálfstæðismenn í Árborg benda á að þetta sé heimilt samkvæmt lögum, enda íbúar í sveitarfélaginu vel innan við 9.999 manns.

Haft er eftir Eyþóri Arnalds bæjarfulltrúa í tilkynningu að eðlilegt sé að bæjarfulltrúar gangi í takt við atvinnulífið og hagræði svo ekki falli aukinn kostnaður á bæjarbúa.