Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Arctic Adentures hf. á eignarhlutum í ferðaþjónustufyrirtækjunum Into the glacier, Skútusiglingar, Óbyggðasetur, Welcome Entertainment og Raufarhóll.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í byrjun árs samdi Arctic Adventures hf. við Icelandic Tourism Fund um sameiningu félagsins við Into the Glacier ehf., og kaup á hlutum í hinum félögunum fjórum.

Félögin eru staðsett víða um land, en félögin eru rekstraraðilar að Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni „Icelandic Sagas - The greatest hits“ sem sýnd er í Hörpu.

Við kaupin eignast sjóðurinn og Sigurður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Into the Glacier hlutabréf í Arctic Adventures. Félögin verða áfram rekin sjálfstætt en í nánum samstarfi við Arctic Adventures.

Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að eftir rannsókn stofnunarinnar sé það mat hennar að samkeppnin hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu, eða að samkeppni á markaði raskist. Því séu ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.