Davíð Másson, Halldór Hafsteinsson, Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Bragason hafa keypt félagið Straumhvarf hf., sem er betur þekkt undir nafninu Arctic Adventures. Um er að ræða eina stærstu samstæðu innan ferðaþjónustu hér á landi, en hún velti á annan milljarð króna á seinasta ári. Starfsmenn eru um 200 talsins. Félögin Arctic Rafting, Glacier Guides, Dive Silfra og fleiri eru meðal þeirra sem eru innan samstæðunnar. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Fyrir söluna átti Torfi G Yngvason stærstan hlut í Arctic Adventures, en Davíð og Halldór áttu einnig hlut í félaginu. „Ég geng mjög sáttur frá borði,“ segir Torfi um söluna, en kaupsamningur var undirritaður fyrr í þessum mánuði. Eftir kaupin eiga þeir Davíð og Halldór saman 50% hlut í félaginu en þeir Jón og Styrmir sitt hvorn fjórðungshlutinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér í fyrramálið. Meðal annars efnis í blaðinu:

  • Galaxy Pod Hostel mun opna á Laugaveginum í sumar.
  • Fjarskiptafyrirtæki íhuga kostnað vegna rafrænna skilríkja.
  • Ekki er hægt að leggja mat á það hversu stór hluti af innkaupum ríkisins fer fram í gegnum útboð.
  • Ástandið í gatnakerfum borgarinnar veldur miklu tjóni
  • Kostnaður vegna öfugs samruna Ölgerðarinnar nam milljarði króna.
  • Auka þarf framleiðni í opinberri þjónustu að mati hagfræðings Samtaka atvinnulífsins.
  • Stjórnvöld hafa veitt ívilnanir að upphæð 9,6 milljörðum á síðustu 18 mánuðum.
  • Bill Browder, forstjóri Hermitage Capital, gagnrýnir Vladimir Pútin í einkaviðtali við Viðskiptablaðið.
  • Ítarleg úttekt um lífeyrissjóðina.
  • Viðtal við framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Brandenburg.
  • Týr fjallar um sparnað í innkaupum ríkisins.
  • Óðinn fjallar um evruna.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.