Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á helmingshlut í Tindar-travel, útivistar- og ferðaþjónustufyrirtæki Vilborgar Örnu Gissurardóttu, pólfara.

Tindar-travel hefur staðið fyrir vinsælum útivistarnámskeiðum fyrir byrjendur og lengra komna ásamt því að bjóða upp á ævintýraferðir bæði á Íslandi og á framandi slóðum, til að mynda í Nepal og á Grænlandi. Fyrirtækið mun halda áfram á þeirri braut ásamt því að þróa net gönguleiða á Norðurslóðum, en fyrstu gönguleiðirnar verða kynntar með haustinu.

Vilborg Arna hefur að eigin sögn ætið horft til Arctic Adventures þegar kemur að uppbyggingu og hvernig hlutirnir eru gerðir. Í fréttatilkynningu segir að aðkoma Arctic Adventures geri það að verkum að Tindar-travel geti vaxið og farið í ný verkefni og fylgt vel eftir síauknum áhuga fólks á því að hreyfa sig úti í náttúrunni.

Við erum mjög ánægð með samkomulagið og Vilborgu sem hefur skapað sér sterkt nafn í útivist á Íslandi. Við sjáum mikla möguleika í að byggja upp sterkt ævintýrafyrirtæki í samvinnu við hana, fyrir Íslendinga sem langar að ferðast og njóta náttúrunnar. Einnig eru spennandi verkefni framundan í þróun sérhæfðra ferða á Íslandi og erlendis undir styrkri forystu Vilborgar” segir Jóni Þór Gunnarssyni framkvæmdastjóra Arctic Adventures í tilkynningu.