Unnið er að því að skerpa skil á milli innlendrar og erlendrar starfsemi Arctic Trucks jeppabreytingafyrirtækisins. Að sögn Emils Grímssonar, stjórnarformanns félagsins, hefur erlend starfsemi verið að greiða með þeirri innlendu sem nú verður að standa undir sér.

Móðurfélagið Arctic Trucks International rekur félög á Íslandi, í Noregi, Eystrasaltslöndunum og Bretlandi. Að sögn Emils hefur erlend starfsemi gengið vel en verulega hefur hægt á breytingum hér innanlands og tap verið af starfseminni.

„Annars hafa þær áætlanir sem við settum upp í nóvember staðist ágætlega þannig að þessar breytingar ættu að skila sér."

Þá sagði Emil að nýleg ferð með bíla á Suðurpólinn hefði skilað sér í auknum fyrirspurnum og ætlunin væri að setja upp starfsemi í Dubai og Brasilíu.