Bílabreytingafyrirtækið Arctic Trucks vinnur að því að setja upp sérleyfsisstarfsemi í nokkrum löndum og er það breyting á stefnu félagsins. Að sögn Emils Grímssonar, stjórnarformanns Arctic Trucks, myndi það opna á miklu hraðari vöxt. ,,Við ætlum að taka ákveðna markaði fyrir og prófa þetta þar."

Að sögn Emils hefur félagið nú mörg áhugaverð verkefni í gangi þó séu ekki frágengin. Félagið hefur verið að fá eitthvað af bílum til Íslands til breytinga. Á vegum félagsins voru tveir menn í Brasilíu í síðasta mánuði þar sem þeir aðstoðuðu við breytingar á Toyota-bílum þar.

,,Við erum að skoða hluti í Dubaí en við erum komnir í samband við aðila sem vill endilega vinna með okkur. Einnig erum við að skoða S-Afríku og Brasilíu."

Eins og kom fram í gær þá er félagið að vinna verkefni á suðurskautinu.