Hagnaður Arctica Finance nam 499,7 milljónum króna í fyrra og jókst hagnaður félagsins allverulega milli ára. Árið 2015 hagnaðist félagið um 188 milljónir króna og eykst því hagnaðurinn um ríflega 300 milljónir milli ára. Hægt er að sjá upplýsingar um rekstur verðbréfafyrirtækja og verðbréfamiðlana í ársreikningabók fjármálafyrirtækja, sem að Fjármálaeftirlitið hefur gefið út.

Heildareignir Arctica Finance námu 1.208 milljónum króna í lok árs 2016 og nam eigið fé félagsins 868 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall Arcitca Finance nam því nálega 65 prósentum. Arctica Eignarhaldsfélag ehf. á 99,5 prósenta hlut í félaginu, en Bjarni Þórður Bjarnason á 50,25% hlut í eignarhaldsfélaginu og á Stefán Þór Bjarnason 33,5%.