Kynningarfundur um Sjávarklasann í Víkinni
Kynningarfundur um Sjávarklasann í Víkinni
© BIG (VB MYND/BIG)
Vinnslustöðin hagnaðist um 13,7 milljónir evra eða um tæpa 2,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og skatta á árinu 2010 sem er tvöfalt meiri hagnaður en árið 2009 sem nam þá 7,2 milljónum evra eða 1,2 milljörðum króna. Hagnaður eftir fjármagnsliði og skatta nam 4,4 milljónum evra eða 735 milljónum króna árið 2010. Rekstrartekjur árið 2010 námu 81,6 milljónum evra eða 13,5 milljörðum króna.

Eigið fé Vinnslustöðvarinnar í lok árs 2010 var 31 milljón evra eða 5,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 30% í lok árs 2010.Lagt er til að greiða arð upp á rúmlega þrjár milljónir evra eða rúmlega 513 milljónir króna.

Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, ræður yfir tæplega 30% hlutafjár í Vinnslustöðinni í gegnum Siglu útgerð ehf. sem á 25,79% og er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar og að auki á hann 4,17% í eigin nafni. Arðurinn sem rennur til Guðmundar nemur um 154 milljónum króna.