Sextán félög á aðallista Kauphallarinnar skiluðu hagnaði á síðsta ári, en útlit er fyrir að þau muni greiða eigendum sínum samtals 37 milljarða króna í arð á þessu ári í formi arðgreiðslna og/eða niðurfærslu og kaupa á eigin bréfum í framhaldi af afkomu ársins 2015. Þetta kemur fram í nýjum Markaðspunktum frá Arion banka.

Heildar markaðsvirði þessara félaga nemur um 973 milljörðum króna, en þá má segja að hluthafar fái arðgreiðslu sem nemur 3,8% af markaðsvirði eigin fjár. Greiningardeildin segir að með einföldun mætti þá segja að sá sem keypti körfu hlutabréfa í Kauphöll Íslands fengi kaupverðið endurgreitt á 19 árum m.v. óbreytt arðgreiðsluhlutfall og þar sem arður væri árlega endurfjárfestur aftur á markaði.

Þau félög sem greiða hæstan arð í ár eru tryggingafélögin, en samtals munu þau greiða um 19% af markaðsvirði sínu til hluthafa sinna. Góð afkoma fjárfestingarhluta þeirra bætti upp fyrir slæma afkomu trygginarhluta, en arðsemi eigin fjár var um 13% á árinu.