Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs reiknar með að arðgreiðslur hinna svokölluðu S&P 500 félaga muni dragast saman um 25% á þessu ári. Örsökin ku vera sú að margir iðnaðir sem venjulega greiði út háar arðgreiðslur séu viðkvæmir fyrir þeim fjárhagserfiðleikum sem COVID-19 hefur í för með sér. Reuters greinir frá þessu.

S&P 500 er vísitala sem 500 stærstu fyrirtæki sem skráð eru á markað í Bandaríkjunum eru hluti af.

Goldman Sachs reiknar með að mörg félög neyðist til að banna arðgreiðslur tímabundið, eða að skera þær niður þar sem eftir er árs, vegna dvínandi afkomu sökum COVID-19.