Stjórn Urriðaholts ehf. hefur lagt til að greiddur verði út 500 milljón króna arður vegna rekstrarársins 2021.

Félagið hagnaðist um tæplega 750 milljónir á árinu, sem er hátt í tvöfaldur hagnaður ársins 2020 sem nam 380 milljónum króna. Meirihluti af hagnaði félagsins rennur til góðgerðamála í gegnum Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa sem er 65% eigandi í félaginu á móti 35% hlut Viskusteins ehf. sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.