*

laugardagur, 15. maí 2021
Fólk 21. apríl 2021 08:28

Árdís stýrir Stokki Software

Árdís Björk Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki Software.

Ritstjórn
Árdís Björk Jónsdóttir
Aðsend mynd

Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki Software. Árdís hefur yfir tuttugu ára reynslu í tæknigeiranum en frá árinu 2018 hefur hún starfað sem forstöðumaður UT og Sjónvarpskerfa hjá Vodafone og Stöð 2.

Þar áður stýrði hún meðal annars verkefnastofu hjá N1, var deildarstjóri Ferla og þróunar hjá Advania og Producer hjá CCP. Árdís er með diplómu í Verkefnastjórnun og Leiðtogaþjálfun ásamt Mannauðsstjórnun. 

„Reynsla og þekking Árdísar mun styrkja félagið við öflun nýrra viðskiptatekna þar sem að stafræn þróun fyrirtækja er í hámarki í dag og mikil eftirspurn á stafrænum lausnum. Við erum því mjög spennt að fá þessa víðamiklu reynslu frá Árdísi inn til okkar til að leiða fyrirtækið áfram í næstu verkefni,” kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Stokkur Software hefur verið leiðandi í appþróun í meira en áratug og hefur þróað mörg af vinsælustu öppum landsins eins og Domino's, Strætó, Lottó, Lenguna, Lyfju, Aur og Einkablúbb Arion banka svo að eitthvað sé nefnt.