Hagar skiluðu 45% arðsemi á fyrstu sex mánuðum ársins. Ekki er útilokað að hún farið yfir 50% þegar árið verður gert upp. „Fyrirtæki sem skilar 50% arðsemi á eigin fé starfar að óbreyttu ekki á virkum samkeppnismarkaði. Annað hvort er ekki virk verðsamkeppni eða þá hitt, sem er líklegra, að verulegar aðgangshindranir séu fyrir aðra að komast inn á markaðinn,“ skrifar Arnór Gísli Ólafsson, blaðamaður Viðskiptablaðsins.

Arnór segir í pistli í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag að á fullkomnum samkeppnismarkaði verði hagnaður fyrirtækjanna nánast enginn, aðeins litlu meiri en af áhættulausri fjárfestingu.

Hann segir stjórnvöld og samkeppnisyfirvöld verða að skoða alla kosti til að skapa virka samkeppni á markaðnum.

Pistill Arnórs Gísla Ólafssonar