Arðsemi íslensku bankanna og kostnaðarhlutföll þeirra eru viðunandi og og samræmi við norrænu bankana, að því er fram kemur í úttekt Hagfræðideildar Landsbankans. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar á morgunfundi Markaða Landsbankans í morgun.

Í úttektinni kemur m.a. fram að íslensku bankarnir eru smáir. Það litar allan samanburð. Fjárhagsstaða íslensku bankanna sker sig hins vegar úr, að því er fram kemur í úttektinni.

Norrænu bankarnir sem horft var til voru Swedbank, Handelsbankan, Seb, Sydbank, Danske bank, Jyske Bank, Dnb Nor og Nordea.