Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði um ein 18% milli fyrri helmings þessa árs og þess síðasta og það hefur veruleg áhrif á rekstur Landsvirkjunar (LV). Þótt álverðstenging í raforkusamningum LV hafi minnkað verulega á undanförnum árum og sé komin niður í 47% hefur álverðið þó enn mikil áhrif á afkomu félagsins.

Mikil óvissa ríkir um þróun álverðs til skemmri tíma litið og sé miðað við núverandi álverð er ljóst að LV getur ekki skilað eigendum sínum mikilli ávöxtun á eigin fé. Hún var innan við 1% á fyrri helmingi þessa árs, sé miðað við niðurstöðu rekstrarreiknings eins og hann er settur fram samkvæmt reikningsskilastöðlum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út 30. ágúst síðastliðin. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.