*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 8. ágúst 2017 09:19

Arðsemin batnaði lítillega

Arðsemi reglulegs rekstrar viðskiptabankanna þriggja af reglulegum rekstri batnaði lítillega í fyrra.

Ritstjórn
vb.is

Arðsemi reglulegs rekstrar viðskiptabankanna þriggja af reglulegum rekstri batnaði lítillega í fyrra. Arðsemin uppfyllir þó ekki þá kröfu sem íslenska ríkið gerir til langtímaarðsemi eignarhlutar síns í bönkunum. Arðsemi reglulegs rekstrar eftir skatta árið 2016 nam 5,3% hjá Arion banka, 8,2% hjá Íslandsbanka og 5,9% hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins.  

„Þegar að sögulegt arðsemi viðskiptabankanna er skoðuð, sem og innbyrðis arðsemi þeirra á milli, verður að taka tillit til þess að eigið fé viðskiptabankanna hefur hækkað mikið frá árslokum 2009 og er misjafnt milli banka,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er bent á að þrátt fyrir að bókhaldslegur hagnaður bankanna þriggja hafi dregist saman um 53,8 milljarða á milli áranna 2015 og 2016 þá batnaði afkoman af reglulegum rekstri um 4,7 milljarða króna. Meginskýringin bættrar afkomu liggur í aukningu á hreinum vaxtatekjum sem jukust um 9 milljarða króna milli ára. 

Afkoma viðskiptabankanna af kjarnarekstri nam 47,5 milljarða króna á árinu 2016 og lækkar því um 12,5 milljarða frá metárinu 2015 en skýringar hárrar afkomu kjarnarekstrar þess árs liggja í miklum fjármunatekjum hjá Arion banka og Landsbankanum árið 2015. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is