Stjórn Borgunar mun leggja til að hluthafar félagsins fái 4,7 milljarða króna arð á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á morgun.

Búið er að kynna helstu hluthöfum tillöguna sem ekki hafa mótmælt þeirri ákvörðun, að sögn Morgunblaðsins . Því er búist við því að tillagan fái brautargengi, en eigendur félagsins eru þrír, Íslandsbanki með 63,47% hlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með 29,38% hlut og BPS með 5% hlut.

Landsbankinn verðmat ekki valrétt í Visa Europe

Á síðasta ári nam hagnaður félagsins á áttunda milljarð króna, en miklar deilur spruttu upp vegna kaupa Eignarhaldsfélagsins á 31,2% hlut í félaginu af Landsbankanum þegar í ljós kom að meðal eigna félagsins var verðmætur valréttur sem Landsbankinn hafði ekki metið til verðs.

Virkjaðist hann við sameiningu Visa Europe og Visa inc og hefur hann skilað félaginu milljörðum í hagnað.Arðgreiðslan sem Íslandsbanki fær nú nemur tæpum þrem milljörðum, Eignarhaldsfélagið Borgun fær 1,4 milljarða og hlutur BPS verður 235 milljónir.

Arðshlutur Eignarhaldsfélagsins Borgunar á hagnaði þessa árs og þess síðasta, þegar Borgun greiddi út 2,2 milljarða í arð, reiknast nú vera svipuð upphæð og eignarhaldsfélagið greiddi fyrir hlutinn í Borgun.