Hagnaður Kóða, sem meðal annars á og rekur Kelduna, nam 88 milljónum króna á síðasta ári sem er um 30% aukning frá fyrra ári að því er Fréttablaðið greinir frá.

Tekjur félagsins námu 368 milljónum króna sem er aukning um 18% frá árinu 2016. Arðsemi eigin fjár nam 81% en eigið fé var 127 milljónir í lok síðasta árs.

Auk þess að reka Kelduna, sem er upplýsingaveita fyrir íslenskt viðskiptalíf, og net- og fjölmiðlavöktunina Vaktarann rekur félagið verðbréfaviðskiptakerfið Kodiak. Loks er félagið í hluthafahóp Sea Data Center.

Síðustu tvö ár hefur félagið greitt 50 milljónir króna í arð en nú hyggst stjórn félagsins leggja til að hún fari í 80 milljónir króna.
Thor Thors framkvæmdastjóri fyrirtækisins er stærsti eigandinn, með 22,7%. Dagur Gunnarson og Tómas Tómasson, báðir forritarar eiga svo 19% hlut hvor.