Áreiðanleikakönnun á MP Banka er lokið og er nú í höndum þeirra þriggja fagfjárfesta sem íhuga kaup á nýju hlutafé í bankanum, að sögn Gunnars Karls Guðmundssonar, forstjóra bankans. Lokið var við gerð áreiðanleikakönnunar rétt fyrir áramót.

Á milli jóla og nýárs var sagt frá því að MP Banki ræði nú við þrjá mögulega fagfjárfestahópa um aðkomu að bankanum. Hlutur nýs eða nýrra hluthafa verður að öllum líkindum yfir 50%.

Gunnar Karl segir að fjárfestum hafi verið gerð rækilega grein fyrir stærðum bankans þrátt fyrir að áreiðanleikakönnun hafi ekki legið fyrir, sem fjárfestar hafa nú fengið afhenta. Ekki fæst gefið upp við hverja bankinn ræðir.