*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 8. nóvember 2016 11:47

Árétting vegna fréttaflutnings um vaxtakjör

Íslandsbankinn sendi frá sér áréttingu vegna fréttaflutnings um innlánskjör. Þar kemur fram að í flestum tilfellum hækka innlánsvextir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbankinn sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem að bankinn áréttar vegna fréttaflutnings um vaxtakjör. Þar kemur fram að í flestum tilfellum hækka innlánsvextir.

Í gær fjallaði Ríkisútvarpið meðal annars um það aðÍslandsbanki ætli að lækka innlánsvexti niður fyrir verðbólgu. Hér má sjá tilkynningunna í heild sinni:

Íslandsbanki hefur að undanförnu sent viðskiptavinum bréf þar sem þeim er tilkynnt að verið sé að einfalda vöruframboð bankans. Verið er að fækka reikningum og innlánsvextir breytast því hjá hópi viðskiptavina. Í flestum tilfellum hækka innlánsvextirnir.

Í nóvember fór einungis út bréf þar sem stendur til að breyta tékkareikningum eða veltureikningum.

Starfsfólk bankans hringir í viðskiptavini sem eru með fjárhæðir inni á reikningum og leitað er leiða til að gera þessar breytingar sem hagkvæmastar fyrir viðskiptavini. Breytingin tekur gildi eftir tvo mánuði og viðskiptavinir hafa þann tíma til að bregðast við og leita ráðgjafar um aðrar ávöxtunarleiðir.