Fjármálaeftirlitið veitti Arev verðbréfafyrirtæki hf.  auknar starfsheimildir nú í mars sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Nær heimildin meðal annars til þess að Arev getur veitt ráðgjöf og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaupa á þeim. Til dæmis sér Arev um söluferli DV. Starfsleyfi til Arev verðbréfafyrirtækis hf. var fyrst gefið út þann 28. mars 2006. Það náði þá til móttöku og miðlunar fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga (í tengslum við eignastýringu) og eignastýringu. Félagið hefur ekki starfsheimildir til að stunda viðskipti fyrir eigin reikning eða sinna sölutryggingu fjármálagerninga. Til viðbótar við ofangreinda þjónustuþætti tekur endurútgefið starfsleyfi Arev verðbréfafyrirtækis hf. til ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótunar og skyldra mála og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaupa á þeim, eins og áður sagði.