Á heimasíðu fjármögnunarleigufyrirtækisins Avants er að finna tilkynningu þar sem vakin er athygli á að óheimilt er að fara úr landi með ökutæki sem Avant hf. er skráð eigandi að án skriflegs samþykkis félagsins.

Í tilkynningu Avants er bent á að þetta gildi þrátt fyrir að annar aðili sé skráður umráðamaður eða tækin eru veðsett félaginu og á jafnt við um flutning af landi brott og ferðir til skemmri tíma, t.d. sumarleyfisferðir með Norrænu.

Mikill hluti þeirra sem eru með lán hjá Avant hefur gripið til þess ráðs að frysta erlend bílalán sín og hyggst félagið kynna innan tíðar ný úrræði á því sviði.