*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Erlent 4. maí 2021 10:34

Arftaki Buffets fundinn

Warren Buffett hefur nefnt Greg Abel sem arftaka sinn þegar að hann mun að láta af störfum.

Ritstjórn
Warren Buffett hefur stýrt Berkshire Hathaway frá árinu 1965.
EPA

Warren Buffett hefur staðfest að Greg Abel muni taka við sem framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway. Warren Buffett, sem er orðinn níræður, hefur þó ekki látið í ljós hvenær hann muni láta af störfum sem framkvæmdastjóri. BBC greinir frá.

Greg Abel hefur síðan 2018 sinnt starfi varaformanns stjórnar hjá Berkshire Hathaway og sér um öll málefni sem ekki tengjast tryggingastarfsemi félagsins. Hann hafði áður risið upp metorðastigann í orkustarfsemi félagsins og hefur þar að auki leitt stórar yfirtökur félagsins. 

Berkshire Hathaway hefur yfir 60 fyrirtæki í sinnu eigu, þeirra á meðal Geico, Duracell og Daiy Queen. Fyrirtækið á einnig hlut í Apple, Coca Cola, Bank of America og American Express.

Buffett hefur stýrt félaginu síðan 1965 og er vafalaust farsælasti fjárfestir allra tíma og unddir hans stjórn varð Berkshire Hathaway eitt verðmætasta félag í heiminum. Dreifstýring í stjórnunarháttum og sjálfstæði meðal fyrirtækja í eigu þess eru einkennandi fyrir félagið og reiknað er með að Abel muni halda í þær hefðir.

Stikkorð: Buffett Abel Berskhire Hathaway