Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom Argentínu til aðstoðar á þriðjudaginn með fjármögnunarsamningi til þriggja ára upp á 50 milljarða dollara. Þetta kemur fram í Financial Times.

Lánið var mun stærra en fjölmiðlar þar í landi höfðu spáð fyrir um. Töldu margir að stærð lánsins yrði nær 30 milljörðum dollara.

Í síðasta mánuði tilkynnti forseti landsins Mauricio Macri að hann myndi leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að koma jafnvægi á argentínska pesóinn. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum hans sem margir hverjir kenna AGS um fjármálakrepnnuna þar í landi sem átti sér stað á árunum 2001 til 2002.