Stjórnvöld í Argentínu hafa tekið flugfélagið Aerolineas Argentinas til þjóðnýtingar á nýjan leik, en það var einkavætt fyrir 18 árum síðan.

Eigandi félagsins var spænska félagið Marsans. Það samþykkti að selja flugfélagið til ríkisins en verðið fékkst ekki gefið upp, samkvæmt frétt BBC.

Aerolineas skuldar um 900 milljónir Bandaríkjadala og tap af rekstri félagsins er um milljón dala á dag.

Ýmsir vilja meina að rekstur félagsins hafi verið slæmur þegar það var selt árið 1990. Það hefur of marga starfsmenn á launum og meira en helmingur flugvélaflota þess er úreltur og ekki notaður.