Þýska stórfyrirtækið Siemens AG, hefur nú undirritað 5,6 milljarða dala samning við argentínsk yfirvöld. Samningurinn felur í sér gífurlegar endurbætur á innviðum landsins. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg.

Maruicio Macri, forseti Argentínu, er hæstánægður með samkomulagið. Samkvæmt samningunum, mun verkefnið skapa allt að 3.000 störf. Um er að ræða verkefni sem felur í sér smíði á lestum, strætisvagnakerfum og annarskonar innviðaruppbyggingu á sviði orkuframleiðslu.

Aðgerðir stjórnvalda virðast sýna fram á árangur, en Argentína er að ná sér upp úr stærsta efnahagsvanda sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir. Verkefni sem þessi ýta undir traust og hvetja til frekari fjárfestinga í landinu.