Argentínumenn hafa náð samningi við Parísarklúbbinn um að greiða klúbbnum 10 milljarða dala skuld á næstu fimm árum. Parísarklúbburinn er samband auðugra ríkja í heiminum sem ákveða hvernig fara á með skuldir ríkja sem lenda í greiðsluþroti.

Ríkisstjórn Cristínu Kirchner hét því árið 2008 að argentínska ríkið myndi greiða allar skuldir eftir að ríkissjóður þar í landi fór í þrot á árunum 2001-2002.

Skuldirnar námu 132 milljörðum dala þegar greiðsluþroti ríkissjóðs var lýst yfir. Samkvæmt yfirlýsingu frá Parísarklúbbnum verða minnst 1,15 milljarðar dala greiddir í maí 2015 og önnur greiðsla verður greidd ári seinna.

Meira um málið á BBC.