*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. desember 2007 17:02

Arðgreiðslur á Norðurlöndum

Ritstjórn

Eftir miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum undanfarið hefur skapast ákveðið tækifæri í kaupum á félögum sem greiða reglulega út góðan arð. Í Vegvísi Landsbankans segir að gengi slíkra fyrirtækja sveiflast yfirleitt minna í verði en önnur hlutabréf og eru því góður kostur í því sveiflukennda fjármálaumhverfi sem við búum við þessa stundina.  

Vegna þessa hefur Landsbankinn tekið saman yfirlit um hvaða norrænu félög greiða hæst hlutfall af sínu markaðsvirði í arðgreiðslur (e. Dividend yield). Að auki var framkvæmt sérstakt val á fyrirtækjum sem uppfylltu ákveðnar kröfur um stærð, arðgreiðsluhlutfall, arðsemi og fjárhagslegan styrkleika. Þá máttu þau ekki vera of hátt verðlögð og hafa lækkað meira en 30% það sem af er ári. Þetta var gert til að finna þau fyrirtæki sem hafa góðan fjárhagslegan styrk og arðsemi til að halda áfram að greiða út arð á næstu árum, segir í Vegvísinum,

Arðgreiðslur á Norðurlöndum