Gengi hlutabréfa á mörkuðum víða um heim á árinu sem leið var með besta móti, segir í frétt Financial Times, og var árið það besta síðan 2003.

Bandaríska Dow Jones Industrial-vísitalan hækkaði um tæp 17% á árinu,  breska vísitalan FTSE Eurofirst 300 hækkaði um 16,3% og japanska vísitalan Nikkei 225 hækkaði 6,9% á árinu, sem er besta frammistaða hennar síðan á áttunda áratugnum.

Hins vegar hækkaði Úrvalsvísitalan mun minna en síðustu ár og nam hækkunin 15,8% á árinu 2006, samanborið við 64,7% árið 2005. Íslenska vísitalan hefur hækkað fimm ár í röð.