Ef marka má frétt á vef ruv.is hefur Ari Jósepsson ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta Íslands.

Í tilkynningu til fréttastofunnar segir Ari umfjöllun um forsetakosningar í dagblöðum hafa einskorðast við umfjöllun um þá sem virðast taldir sigurstranglegastir. Hann segir að aðstæður hafi verið aðrar þegar hann ákvað að bjóða sig fram til forseta. Hans helsta ástæða fyrir framboði var að vekja athygli á að ungt fólk gæti sóst eftir opinberu embætti.

„Ég sé ekki fram á að sú vinna sem leggja þyrfti í það á næstum vikum skili tilætluðum árangri og vil ég hér með þakka þeim sem skrifuðu undir meðmælalista mína fyrir þann stuðning sem þeir sýndu mér,“ segir Ari.