Ari Edwald hefur verið ráðinn nýr forstjóri Mjólkursamsölunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MS. Hann mun hefja störf frá og með 1. júlí næstkomandi og mun Einar Sigurðsson, forstjóri MS, láta af störfum frá sama tíma.

Áður starfaði Ari sem forstjóri 365 miðla en hann lét þar af störfum síðasta sumar eftir að hafa starfað þar frá árinu 2005. Þar áður starfaði hann fyrir Samtök Atvinnulífsins sem framkvæmdastjóri frá árinu 1999. Fyrir þann tíma starfaði hann sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, sem aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og sem ritstjóri Viðskiptablaðsins.

Ari er með Embættispróf í lögfræði frá H.Í. og  MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business.