Ari Edwald forstjóri 365 miðla sóttist eftir starfi framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Ari sótti ekki formlega um starfið heldur höfðu menn sem eru honum handgengnir samband við stjórnarmenn í LÍÚ og lýstu yfir áhuga hans á því.

Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ vildi ekki tjá sig um umsækjendur að neinu leyti. Framkvæmdaráð LÍÚ tekur ákvörðun um hver taki við starfi framkvæmdastjóra og verður tilkynnt um ráðninguna á morgun, föstudag, eða eftir helgina. Friðrik J. Arngrímsson hefur gegnt starfinu síðastliðin þráttán og hálft ár.

Ari Edwald var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra frá 1995 til 1999. Hann hefur verið forstjóri 365 miðla frá ársbyrjun 2006 eða rúm sjö ár.