Viðskiptaþátturinn á Útvarpi Sögu (99,4) verður með dálítið óvenjulegu sniði að þessu sinni en ætlunin er að líta yfir farin veg og spá í framtíðinna. Það er óhætt að segja að það hafi verið óvenju fjörugt ár í íslensku viðskiptalífi og margt borið til tíðinda. Til að ræða þetta koma í þáttinn þeir Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar, Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans og Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur og kennari í markaðsmálum.

Þátturinn stendur á milli kl. 16 og 17 og er endurfluttur kl. eitt í nótt.