Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september síðastliðinn og bárust nennta- og menningarmálaráðuneyti tíu umsóknir um stöðuna. Umsóknirnar eru frá þremur konum og sjö körlum.

Skipað verður í stöðu þjóðleikhússtjóra til fimm ára frá 1. janúar á næsta ári.

Umsækjendur eru:

  • Ari Matthíasson
  • Halldór Einarsson Laxness
  • Hávar Sigurjónsson
  • Hilmar Jónsson
  • Marta Nordal
  • Melkorka Telka Ólafsdóttir
  • Ragnheiður Skúladóttir
  • Reynir Freyr Reynisson
  • Rúnar Guðbrandsson
  • Trausti Ólafsson.