Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði (VG) funduðu á Selfossi í dag. Þar var tillaga uppstillingarnefndar Vinstri grænna í Suðurkjördæmi samþykkt, sem þýðir að Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur verður í 1. sæti listans. Ari Trausti er kunnur fyrir fræðistörf sín, sjónvarpsþætti og bækur.

Boðið hefur verið til Alþingiskosninga þann 29. október. Í síðustu kosningum fékk VG engan þingmann kjörinn í Suðurkjördæmi

Listi VG í Suðurkjördæmi:

  1. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, Reykjavík.
  2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Skaftárhreppi.
  3. Daníel E. Arnarsson, háskólanemi, Hafnarfjörður.
  4. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ.
  5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjar.
  6. Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunamaður, Reykjanesbæ.
  7. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Höfn í Hornafirði.
  8. Gunnar Þórðarson, tónskáld, Reykjavík.
  9. Hildur Ágústsdóttir, kennari, Rangárþing eystra.
  10. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, Reykjanesbæ.
  11. Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi, Selfossi.
  12. Ida Løn, framhaldsskólakennari, Ölfusi.
  13. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarkona, Hafnarfirði.
  14. Einar Bergmundur Arnbjörnsson, þróunarstjóri, Ölfusi.
  15. Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfoss.
  16. Jónas Höskuldsson, öryggisvörður, Vestmannaeyjar.
  17. Steinarr Guðmundsson, verkamaður, Höfn í Hornafirði.
  18. Svanborg Jónsdóttir, dósent, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
  19. Björn Haraldsson, verslunarmaður, Grindavík.
  20. Guðfinnur Jakobsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.