*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Erlent 11. ágúst 2016 13:26

Arianna hættir hjá Huffington

Arianna Huffington hefur ákveðið að láta af störfum hjá Huffington Post. AOL keypti félagið árið 2011 á 315 milljónir dollara.

Ritstjórn
Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post
None

Arianna Huffington, stofnandi og ritstjóri Huffington Post, hefur tilkynnt það að hún hyggist láta af störfum. Arianna stofnaði félagið árið 2005, en hún hyggst einbeita sér að öðrum ævintýrum. Aranna er 66 ára og seldi félagið til AOL á 315 milljónir dala árið 2011. Fyrirtækið er nú í eigu Verizon Communications. Frumkvöðullinn hafði ætlað sér að halda áfram störfum, en fyrirtækið hennar Thrive Global er farið að taka æ meiri tíma, svo hún hyggst einbeita sér að því.