Allt stefnir í að metfjöldi erlendra ferðamanna hafi sótt landið heim á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Brottfarir erlendra ferðamanna eru komnar í 74 þúsund samanborið við 54.100 á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 36% fjölgun á milli ára.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag árið hafa byrjað með látum en bendir jafnframt á að marsmánuður hafi í gegnum gegnum tíðina. Greiningardeildin rifjar upp að í mars í fyrra hafi 33.600 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð í fyrra og megi búast við að sú tala verði hærri þegar nýjustu tölur verði birtar.