Arinbjörn Ólafsson, nýr forstöðumaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum, mun hefja störf þann 12. janúar næstkomandi.

Arinbjörn er fæddur árið 1975 en hefur starfað fyrir Landsbankann frá 2006. Hann gegnir í dag starfi forstöðumanns endurútreiknings á fjármálasviði bankans.

Hann er menntaður iðnaðarverkfræðingur en útskrifaðist með M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og síðar með Ph.D. gráðu frá University of Wisconsin-Madison. Auk þess hefur Arinbjörn diplómu í verðbréfamiðlun.

Hann er kvæntur Karen Rut Gísladóttur, en þau eiga þrjú börn.