Eftir að 32% hlutur í HB Granda verður boðinn út og skráður á Aðalmarkað Kauphallar Íslands í kjölfarið mun Arion banki halda eftir að minnsta kosti sex prósent hlut sínum í fyrirtækinu. Tilkynnt var í síðustu viku að stefnt væri á útboð og skráningu HB banka á næsta ári.

Í svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn um það hvers vegan bankinn selji ekki allan hlut sinn tilgreinir hann tvær ástæður. „Annars vegar þótti hæfilegt að bjóða um þriðjung félagsins til sölu nú og að stærstu eigendur félagsins, Arion banki hf., Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. myndu allir minnka sinn hlut. Stefnt er að því að Arion banki selji 20-25% af 31% hlut sínum í félaginu áður en það verður skráð á Aðalmarkað Nasdaq OMX Iceland hf,“ segir í svarinu.

Hin ástæðan sé sú að bankanum þyki það eðlilegt gagnvart nýjum fjárfestum að sem seljandi þetta stórs hlutar í félaginu ætti bankinn áfram hagsmuna að gæta varðandi þróun hlutbréfaverðs félagsins í kjölfar skráningar á Aðalmarkað.